Námsmaraþon á í Húnaþingi

Nemendur i 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra stóðu að námsmaraþoni 16. apríl síðastliðinn. Námsmaraþonið var liður í fjáröflun bekkjarins vegna útskriftarferðar í vor.

Samkvæmt fréttabréfi skólans stóðu nemendur sig með prýði og unnu langt fram á nótt í ýmsum námsgreinum. Lagt verður upp í útskriftarferð þriðjudaginn 11. maí og farið suður á boginn. Nákvæm dagskrá mun líta dagsins ljós innan tíðar og flestir hnútar ferðarinnar að verða hnýttir. Umsjónarmaður ferðarinnar og fjáröflunar 10. bekkjar er Eiríkur Steinarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir