Myrkur á Króknum

Skömmu fyrir klukkan 18 í dag varð rafmagslaust á Sauðárkróki. Hjá Rarik fengust þær upplýsingar að líklegt væri að leitt hefði út við aðveitustöð vegna yfirálags.
Unnið er að því að breyta tengingum í spennistöð þannig að rafmagnið ætti að haldast inni. Og þá er bara að halda áfram að elda steikina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir