Myndin Kraftur tilnefnd til Edduverðlauna

Heimildarmyndin Kraftur – Síðasti spretturinn er tilnefnd til Edduvrðlauna en þau verða afhent í Háskólabíói laugardaginn 27. febrúar n.k.

Kraftur mun þar keppa við myndir á borð við Alfreð Elíasson og Loftleiðir, Draumalandið, Hrunið og Sólskinsdrengurinn.

Ekki náðist í Árna Gunnarsson hjá Skottu Kvikmyndafjelagi sem er einn framleiðanda myndarinnar þar sem hann er staddur erlendis en Stefán Friðrik Friðriksson starfsmaður Skottu sagðist vera í skýjunum yfir tilnefningunni og mikinn heiður fyrir fyrirtækið.

Sýnt verður beint frá verðlaununum í opinni dagskrá á Stöð 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir