Mótorhjólakappar stóðu sig vel á Kirkjubæjarklaustri
Þann 23. maí s.l. var haldið Trans Atlantic Off-road Challenge keppni á Kirkjubæjarklaustri sem mætti útleggja á íslensku sem „6 klst. þolakstur“. Heildarfjöldi keppenda var um 450 manns í 233 liðum.
Upphaflega var búist við því að keppendur yrðu um 400 en atgangurinn var slíkur að þegar náðist að loka skráningunni var fjöldinn orðinn þessi.
Nokkrir kappar úr Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar tóku þátt og stóðu sig vel. Besta árangri þeirra náðu Brynjar Þór Gunnarsson og hans liðsfélagi Jón Bjarni Einarsson sem enduðu í 12. sæti og Gunnar Smári og Sigurður frá Kúskerpi sem voru saman í liði en þeir enduðu í 36. sæti af 233.
Brynjar Þór sagði í samtali við Feyki.is að keppnin hafi verið nokkuð góð en þó ekki eins og undanfarin ár. Þar var um að kenna mýrinni sem eyðilagði keppnina eins og Brynjar orðaði það. Á MotoSport.is segir að mýrin hafi tekið verulegan toll af mönnum þegar á leið keppni og fyrir rest varð að endurræsa keppnina og loka mýrarsvæðinu.
Myndir af keppninni er hægt að sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.