Mótmæli við sjúkrahúsin

Undirskriftahópur Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðra mótmælastöðu næstkomandi föstudag. -Eins og flestum er kunnugt, þá hafa staðið yfir mótmæli vegna óheyrilegs niðurskurðar til HSB umfram aðrar stofnanir.

Nú höfum við í samráði við Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Sauðárkróki, ákveðið að efna til mótmæla, til að reyna vekja enn frekar athygli landsmanna á þeim mikla niðurskurði  sem á sér stað í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. 

Föstudaginn 12.febrúar, kl. 14.00, fyrir utan HSB hér á Blönduósi og kl. 15.30 fyrir utan sjúkrahúsið á Sauðárkróki, höfum við boðað alla þingmenn kjördæmisins ásamt heilbrigðisráðherra til að vera viðstödd þessi mótmæli. 

Ekki er ljóst á þessari stundu hverjir af þingmönnum okkar mæta, eða hvort heilbrigðisráðherra sér sér fært að vera viðstödd, en við hvetjum alla í kjördæminu til að mæta hjá sinni stofnun og sýna í verki að við sættum okkur ekki við að sitja ekki við sama borð og aðrir.

Látum nú rödd okkar heyrast og sýnum fram á að hægt er að mótmæla annarstaðar en í Reykjavík og ná árangri á friðsamlegan og málefnalegan hátt.

F.h.undirskriftarhópsins á Blönduósi
Bóthildur Halldórsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir