Mótmæla niðurskurði til heilbrigðisstofnunar Vesturlands
Sveitastjórn Húnaþings vestra mótmælti harðlega á síðasta fundi ´sinum öllum hugmyndum sem lúta að því að dregið verði úr viðbúnaði og þjónustu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.
Í ályktun frá sveitarstjórn kemur fram að á sl. árum hefur mikill meirihluti verðandi mæðra í Húnaþingi vestra kosið að fæða börn sín á Akranesi og nýta þá faglegu og traustu þjónustu sem þar hefur verið veitt.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, heilbrigðisráðherra og alþingismenn Norðvesturkjördæmis að standa vörð um þá þjónustu sem veitt er á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, ekki síst þjónustu lækna og ljósmæðra við verðandi foreldra. Þá mótmælir sveitarstjórn Húnaþings vestra boðuðum niðurskurði sbr. fjárlög ársins 2010 sem svarar til fækkunar tveggja hjúkrunarrýma á Hvammstanga. Öll hjúkrunarrými á Hvammstanga eru nú fullnýtt og ekki hefur verið unnt að mæta eftirspurn eftir þeirri þjónustu. Heilbrigðisstofnunin er hornsteinn í héraði og mikilvægt að standa um hana vörð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.