Mótmæla lokun á Hofsósi
Byggðarráð Skagafjarðar mótmælti á fundi sínum í morgun áformum um lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka á Hofsósi
Í ályktun ráðsins segir; "Byggðarráð mótmælir áformum um lokun afgreiðslu bankans á Hofsósi, ekki síst í ljósi þess að engin önnur bankaafgreiðsla er á staðnum. Lýsir ráðið undrun á að gripið sé til þessara aðgerða hjá ríkisbanka stuttu áður en nýir eigendur taki við rekstri hans. Þjónusta bankans hefur haft mikla þýðingu fyrir íbúa svæðisins og bent er á að langt er í næstu bankastofnanir. Byggðarráð skorar á stjórn bankans að endurskoða þessi áform þar sem þau munu án efa leiða til fækkunar viðskiptavina og ólíklegt að þau skili bankanum þeim fjárhagslega ávinningi sem stefnt er að. Verði lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka að veruleika skorar byggðarráð á aðrar bankastofnanir að opna afgreiðslu á staðnum og stuðla þannig að góðri þjónustu við íbúa þessa víðfeðma svæðis."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.