Molduxar í öðru sæti á Borgarnesmóti

Á föstudagskvöldið var haldið árlegt oldboy‘s mót Skallagríms í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.  Það voru lið Skallagríms, Fram, Vals og Molduxa frá Sauðárkróki sem öttu kappi að þessu sinni og var mikil barátta milli liða. Valsarar reyndust sterkastir og unnu mótið.

Valsmenn með Kidda Ká í fararbroddi unnu alla sína leiki nokkuð örugglega og unnu mótið en Molduxar hrepptu annað sætið eftir mikla baráttu. Skallagrímur með Indriða frá Húsey innanborðs endaði í þriðja sæti og Framarar ráku lestina.

Að móti loknu voru veitt verðlaun þar sem hinn kraftmikli Molduxi Sævar Hjartarson var valinn besti maður mótsins en þess var sérstaklega getið að hann hafi átt bestu áhorfendurna en fimm börn Sævars fylgdu honum á mótið og hvöttu Molduxana óspart til dáða. 

Meistaraflokkur Skallagríms sá um framkvæmd mótsins og rennur ágóði þess í starfið í deildinni.

Beðið eftir boltanum. Mynd: Sigga Leifs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir