Möguleiki á framhaldsdeild á Hvammstanga ?
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.11.2009
kl. 12.12
Fulltrúar Húnaþings vestra héldu á dögunum í heimsókn til Grundarfjarðar til skoðunar á Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Var ferðin farin með það í huga að kanna möguleika á að setja upp framhaldsdeild á Hvammstanga.
Sérstakar framhaldsdeildir í tengslum við Framhaldsskóla hafa verið settar upp víða um land með það fyrir augum að nemar geti tekið fyrstu tvö árin í framhaldsskóla í sinni heimabyggð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.