Minna sorp í Húnaþingi vestra

Heimilissorp og grófur úrgangur sem fór til urðunar 2009 hjá Húnaþingi vestra var samtals 429.730 kg sem er 77,8% af heildarmagni. Til samanburðar var magnið 468.500 kg árið 2008.

 Húnaþing vestra hefur tekið saman helstu tölur um sorpmagn í héraðinu fyrir árið 2009 og birt á heimasíðu sinni og er úrgangur sem fór til endurvinnslu eða endurnýtingar 2009 eftirfarandi:

Timbur: 48.070 kg (samt. 2008: 89.249 kg)
Málmar: 35.130 kg (samt. 2008: 39.850 kg)
Hjólbarðar: 12.880 kg
Sléttur pappi/fernur: 2.155 kg
Blöð og tímarit: 16.418 kg
Bylgjupappi: 7.910 kg (vantar frekari tölur frá Sagaplast um magn blaða, ferna og bylgjupappa)

samtals: 122.563 kg 22,2% af heildarmagni

************************************************

Sorpmagn 2009 alls: 552.293 kg
Sorpmagn 2008 alls: 626.839 kg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir