Minkar drepast úr lungnapest
Mikið tjón hefur orðið í minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði en þar hafa minkar sýkst af lungnabólgu undanfarið með þeim afleiðingum að margir þeirra drepast.
Að sögn Einars Einarssonar ráðunautar og bónda að Skörðugili er um bráðsmitandi pest að ræða sem orsakast af bakteríu sem algeng er í umhverfinu en verður hættuleg þegar vissar aðstæður skapist s.s. mikill raki og stillt veður. Alls hafa á þriðja þúsund drepist af þeim fjórtán þúsundum minka sem voru í búinu frá því að veikin kom upp fyrir rúmri viku. Lyf sem sporna við veikinni hafa ekki verið til á landinu en Einar segir að von sé á súlfalyfjum sem ætti að slá á veikina. –Það er verst að komast ekki í lyf sem duga örugglega. Mest vantar mig bóluefni sem verið er að framleiða á Keldum en ég veit ekki hvenær þau berast mér, segir Einar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.