Minjahúsinu lokað

minjahusidÁ vef Byggðasafns Skagfirðinga segir að þann fimmta desember n.k. verði Minjahúsið á Sauðárkróki opið fyrir almenning í síðasta sinn í bili en ekki er ráðgert að safnið verði opið á næsta ári, vegna niðurskurðar á starfsemi þess. 

 Það sem af er árinu hafa rúmlega 3000 gestir sótt sýningar Minjahússins sem er 48% aukning frá fyrra ári. Þrjú þúsundasti gesturinn var í hópi nemenda Árskóla sem sótti Minjahúsið á þemadögum skólans í síðustu viku.

Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri segist leið yfir því að til þessara aðgerða geti komið en erfiðara er að ná í styrki til starfseminnar en áður. Innkoma aðgangseyris dugar ekki til að halda úti starfsmanni á safninu. Hún segir að húsið verði opnað fyrir hópa ef þess sé óskað.

Áskell Heiðar sviðstjóri hjá Svf. Skagfirði segir málið ekki frágengið þar sem fjárhagsáætlun fyrir næsta ár sé ekki endanlega afgreidd en það sé sterk krafa um sparnað á þessu sviði. 

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir