Miklar framkvæmdir við sundlaugina

Miklar framkvæmdir eru við sundlaugina á Blönduósi þessa dagana og er  mannvirkið allt að verða tilbúið.
Þessa dagana er unnið að því að steypa efri plötuna yfir  kjallaranum og má sjá hitalagnirnar sem liggja um svæðið á myndinni.  Platan er steypt í áföngum og verður lokið við hana í vikunni. Þá er búið að grafa fyrir undirstöðum undir vatnsrennibraut og hefst uppsetning hennar um miðjan maí. Einnig er unnið að lokafrágangi í búningsklefum og nýju anddyri og kemst það í gagnið fyrir miðjan maí.
Gert er ráð fyrir að vatnið komi í sundlaugina og pottana einhverntíman um eða eftir miðjan maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir