Mikilvægur leikur á morgun

Gaui verður á hliðarlínunni á morgun

 

Strákarnir í Tindastól taka á móti Reyni Sandgerði á Sauðárkróksvelli klukkan 14:00 á morgun. Strákarnir eru í 11 sæti deildarinnar með 17 stig en sætið er fallsæti. Með sigri á morgun gætu strákarnir styrkt stöðu sína og staðið uppi með 20 stig en botnbaráttan verður hörð þessar síðustu umferðir.

 

 

Næst á undan okkur í deildinni eruð Víðismenn með 18 stig. Þeir taka á móti Bí/ Bolungavík á morgun. Þar næst koma Magnamenn með 18 stig en þeir spila við Njarðvík sem er í þriðja sæti í deildinni. ÍH/HV og KS/Leiftur eru með 20 stig hvort en ÍH7HV tekur á móti Gróttu sem er á toppnum og KS/Leiftur fara á Egilsstaði og spila við Hött sem  er með 23 stig í deildinni. Af þessu má sjá að óskastaðan á morgun er að þessu fjögur lið fyrir ofan okkur tapi öll sínum viðureignum en við sigrum. Þá horfum við á gjörbreytta og mun þægilegri stöðu. Spáin er góð og  nú er bara að mæta á völlinn og hrópa Áfram Tindastóll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir