Mikill munur á svörum barna og foreldra

Slide0Eitt af stærstu viðfangsefnum SAFT verkefnisins er að kortleggja notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum. Árið 2003 og 2007 voru gerðar yfirgripsmiklar kannanir á netnotkun íslenskra barna og unglinga á aldrinum 9 til 16 ára.

Sambærileg könnun var gerð aftur nú fyrri hluta ársins 2009 í samstarfi Heimilis og skóla, Capacent Gallup og Lýðheilsustöðvar. Megináherslan var áfram á netnotkun barna og unglinga á aldrinum 9 til 16 ára, að viðbættum sérstökum köflum um farsíma‐ og tölvuleikjanotkun. Líkt og áður voru lagðar spurningar fyrir bæði börn og foreldra.

 Niðurstöður SAFT árið 2003 og 2007 leiddu í ljós að oft var nokkur mismunur á svörum barna og foreldra við sambærilegum spurningum og það sama má segja nú. Þegar börnin voru spurð að því hversu mikið þau tali við foreldra sína um notkun á Internetinu sögðust tæplega 11% ræða mjög mikið við mömmu sína um notkun á Internetinu og rúm 9% sögðust ræða mjög mikið við pabba sinn um notkun Internetinu.

Tæplega 20% sögðust ekkert tala við mömmu sína um notkun á Internetinu og 23% sögðust ekkert tala við pabba sinn um notkun á Internetinu. Þegar foreldrar voru hins vegar spurðir að því hversu mikið þeir ræddu um öryggi á netinu við barnið sitt svöruðu 20% að þeir ræddu mjög mikið um öryggi á netinu við barnið sitt. Tæplega 6% sögðust ekkert ræða við barnið sitt um öryggi á netinu.

Sp. Hve mikið segjast foreldrar ræða við börnin um öryggi á netinu?

 Hvað varðar reglur sem gilda á heimilinu um Internetið segjast 62% barna að þau megi ekki hitta einhvern sem þau þekkja bara af Internetinu og tæp 61% segjast ekki mega gefa upp persónulegar upplýsingar um sig. Ríflega helmingur segist ekki mega segja eitthvað særandi í skyndiskilaboðum, spjallrásum eða í tölvupósti sem þau senda.

Rúm 28% barnanna svöruðu jafnframt að það giltu reglur um hversu miklum tíma þau mættu eyða á Internetinu en þegar foreldrar voru spurðir sambærilegrar spurningar nefndu 64% að það giltu reglur um það hversu miklum tíma mætti eyða á netinu. Um 17% foreldra sögðu að barnið mætti ekki fara inn á vissar síður og 13% að það mætti bara fara inn á vissar síður

 

Sp. Hvað gerir þú á Internetinu?

 

 

Sp. Hvaða reglur hafa foreldrar sett um notkun barnsins á netinu?

 

 Þegar foreldrar voru spurðir að því hvað valdi þeim mestum áhyggjum við notkun barnsins á netinu sögðust tæplega 24% hafa litlar eða engar áhyggjur af netnotkun barnsins, rúm 18% höfðu mestar áhyggjur af því að barnið fari inn á óæskilegar síður eða sjái eitthvað óæskilegt. Ríflega 11% sögðust hafa áhyggjur af því að barnið hitti ókunnuga/hættulegt fólk á netinu.

 Rúm 83% barna og unglinga hefur spjallað á netinu, t.d. á MSN og hefur það hlutfall hækkað verulega frá árinu 2003 þegar 70% sögðust hafa spjallað á netinu. Þegar þau sem höfðu spjallað á netinu voru spurð hvort þau hafi einhvern tíma hitt einhvern í raun og veru sem þau kynntust fyrst á netinu svöruðu rúm 20% því játandi sem er 2 prósentustigum lægra en árið 2007. Hlutfallslega fleiri strákar en stelpur sögðust hafa hitt einhvern í raun og veru sem þeir kynntust fyrst á netinu.

 

Sp. Hefur þú einhvern tíma hitt einhvern í raun og veru sem þú kynntist fyrst á Internetinu?

 

 Athygli vekur að þegar foreldrarnir voru spurðir að því hvort barnið hafi einhvern tíma hitt einhvern í eigin persónu sem það kynntist fyrst á netinu svöruðu einungis 3,4% því játandi

 Slide11 Svör barna og foreldra voru einnig ólík þegar spurt var hvað börn gera á Internetinu annars vegar og hvað foreldrar telji að börn sín geri á netinu hins vegar Tæplega 59% barna sögðust vafra á Facebook og rúmlega 32% sögðust vafra á MySpace. Hins vegar töldu einungis 14,4% foreldra að börn sín skoðuðu einkaheimasíður, blogg, Myspace eða Facebook. Auk þess sögðu 40% barna að þau ynnu heimaverkefni á netinu en tæplega 29% foreldra töldu að börnin notuðu netið við heimanám eða vinnu fyrir skólann.

Sp. Hvað gerir þú á Internetinu?

 

 

Sp. Hefur þú einhvern tíma hitt einhvern í raun og veru sem þú kynntist fyrst á Internetinu?

 

 Niðurstöður könnunarinnar, ítarleg greining og samanburður milli ára verða kynnt á næstu vikum og skýrslan gerð aðgengileg á vef SAFT (www.saft.is) í desember 2009.

Nánari upplýsingar um SAFT könnunina veita:

• Jóna Karen Sverrisdóttir, Capacent Gallup (jona.sverrisdottir@capacent.is) í síma 540 1000
• Ólafur Elínarson, Capacent Gallup (olafur.elinarson@capacent.is) í síma 540 1000
• Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Heimili og skóli (hrefna@heimiliogskoli.is) í síma 562 7475
• Guðberg K. Jónsson, verkefnisstjóri SAFT (gudberg@saft.is) í síma 698 5575

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir