Mikil gestagangur í Hafíssetrinu í sumar

Birnan Snædís Karen hefur mikið aðdráttarafl

Sunnudaginn 30. águst verður síðasti opnunardagur Hafíssetursins á Blönduósi á þessu ári. Um það bil 1700 gestir heimsóttu Hafíssetrið í sumar og er það talsverð aukning frá 2008 eðayfir 50%. Aðsóknin var mest í júlí og var meirihluti gestanna íslendingar.

 

 

 

Hvítabirnan sem kom í setrið í vor hefur vakið sérstaka athygli og einnig þær breytingar sem gerðar voru í setrinu þar sem meira var höfðað til barna. Einnig var dagskrá setursins á Húnavökunni vinsæl svo sem leiðsögn Þórs Jakobssonar, spurningakeppni fyrir krakka og upplestur á ísbjarnasögum.

 

Stjórn Hafíssetursins lýsir ánægju sinni yfir að svo margir hafi sýnt setrinu áhuga og þakkar gestum kærlega fyrir komuna. Hafíssetrið opnar að nýju næsta vor.  Hafíssetrið er opið eftir samkomulagi fyrir hópa í vetur en ef áhugi er fyrir hendi erhægt að senda tölvupóst á hafis@blonduos.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir