Mikil fjölgun gesta í Minjahúsinu
feykir.is
Skagafjörður
26.08.2009
kl. 14.52
Samtals hafa 2 572 gestir skoðað sýningarnar í Minjahúsinu á Sauðárkróki á þessu ári. Sem er ríflega þúsund fleiri gestir en í fyrra. Langflestir þeirra eru Íslendingar. Sýningar í Minjahúsinu verða opnar samkvæmt samkomulagi í haust og vetur.
Aðsók að sýningum í gamla bænum í Glaumbæ og Áshúsi hefur einnig verið mun meiri en í fyrra. Samtals höfðu 28 137 manns gengið um gamla bæinn laugardaginn 22. ágúst, og hafa aldrei verið fleiri. Það stefnir því í metaðsókn þar enn eitt árið. Sýningar í Glaumbæ verða opnar alla daga frá 9-18 til 10. september. Á skrifstofutíma frá 11. september og út október og eftir samkomulagi um helgar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.