Mikil fjölgun erlendra ferðamanna

Fjöldi gesta í Selasetri Íslands

Gestatölur Selaseturs Íslands fyrir júní sýna mikla fjölgun erlendra ferðamanna eða rétt um 95% aukningu frá því í júní 2008. Heildaraukning erlendra ferðamanna frá áramótum er ríflega 99%.

 Að sama skapi fækkar innlendum gestum í júnímánuði um 5%, en heildarfækkun frá áramótum er um 6%. Aukning í sölu aðgangeyris í júnímánuði er einnig gríðarleg milli ára eða um 145%. Starfsfólk setursins er hæstánægt með frábæra sumarbyrjun og á von á enn frekari aukningu í júlí og ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir