Mikil aukning í Bardúsu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
03.09.2009
kl. 08.35
Mikil aukning hefur verið á straumi ferðamanna í Húnaþingi vestra í sumar en í gallerí Bardúsu á Hvammstanga komu jafn margir ferðamenn í júlí í sumar og allt sumarið í fyrra.
Að sögn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur eru það alls um 60 húnverskir handverksmenn sem í dag leggja vörur sínar inn í galleríið en eingöngu er tekið á móti fyrirfram völdum vörum í galleríið. Alls hafa rúmlega 219 einstaklingar lagt vörur sínar inn í galleríið frá upphafi en þeir koma allir frá Húnaþingi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.