Mikið um að vera hjá UMSS

Grunnskólamót UMSS fyrir 1.-6. bekk var haldið í gær í íþróttahúsinu Varmahlíð. Metþáttaka var þar sem 175 krakkar tóku þátt sem er 35 krökkum fleira en í fyrra. Yfir 40 keppendur á stórmót ÍR um helgina.

Sett var upp 8 verkefna þrautabraut í Varmahlíð í gær, þar sem krakkarnir unnu saman í hópum en það var nýbreytni í keppninni og tókst hún vel að sögn Gunnars Sigurssonar frjálsíþróttaþjálfara UMSS. Næsta fimmtudag, 28. jan. verður seinna mótið fyrir 7.-10. bekkina haldið á Sauðárkróki.

Mikið er um að vera hjá keppendum á vegum UMSS en Gunnar þjálfari fer með keppnishópa, stóra og smáa, til Reykjavíkur næstu 7 helgar. Nú um halgina fer Gunnar með 41 keppanda frá UMSS á Stórmót ÍR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir