Mikið að gerast hjá skotmönnum Markviss
Um síðustu helgi fór fram hið árlega SÍH-OPEN mót í leirdúfuskotfimi. Sigurvegari að þessu sinni var Hákon Þór Svavarsson frá Litladal, á hæsta skori sem náðst hefur hérlendis síðastliðin 3 ár. Ljóst er að Hákon á enn mikið inni og verður áhugavert að fylgjast með honum í framtíðinni.
Brynjar Þór Guðmundsson náði sínum besta árangri til þessa og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í B-flokki. Guðmann Jónasson var nálægt sínu besta og skaut til úrslita í A-flokki og hafnaði í 6. sæti eftir úrslit.
Landsmót UMFÍ er næst á dagskrá hjá skotmönnum Markviss, þar munu þeir keppa í 2 greinum, Sporting og Skeet. Eftir það er komið að landsmóti STÍ á Blönduósi dagana 18.-19. júlí, þar sem flestir ef ekki allir bestu skotmenn landsins munu mæta til leiks. Áhorfendur eru velkomnir á svæðið til að fylgjast með framvindu mála.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.