Michael með þrjú rifin liðbönd
Michael Giovacchini fyrrverandi leikmaður Tindastóls sem þurfti að yfirgefa herbúðir liðsins eftir áramót vegna meiðsla, er nýkominn úr aðgerð á ökkla sem tókst vel að hans sögn. Michael sagði að komið hefði í ljós að þrjú af liðböndum ökklans hafi verið rifin auk þess sem fjarlægja þurfti beinflísar.
Sagði læknir hans að það væri í raun ótrúlegt að hann hefði getað haldið áfram að spila eitthvað eftir áramótin miðað við hversu illa fóturinn var farinn.
Michael þarf að vera á hækjum í fimm vikur í viðbót og getur að því loknu hafið endurhæfingu. Þá mun koma í ljós hvort hann nær sér að fullu og heldur áfram ferli sínum sem atvinnumaður, eða hvort hann neyðist til að leggja skóna á hilluna. Michael bað fyrir góðar kveðjur til allra á Sauðárkróki með þakklæti fyrir skemmtilega samveru í vetur. Hann óskaði félögum sínum í Tindastólsliðinu góðs gengis á lokasprettinum og sagðist hafa fulla trú á að liðið gæti náð markmiði sínu og unnið sér sæti í úrslitakeppninni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.