MÍ 15-22 ára UMSS með 1 silfur og 4 brons
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík, helgina 30.-31. janúar. Lið UMSS vann ein silfurverðlaun og fern bronsverðlaun á mótinu.
Guðjón Ingimundarson (17-18) varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi (9,69sek).
Guðrún Ósk Gestsdóttir (15-16) varð í 3. sæti bæði í langstökki (5,09m) og 60m grindahlaupi (9,73sek). Hún bætti sinn fyrri árangur í langstökki.
Laufey Rún Harðardóttir (17-18) varð í 3. sæti í kúluvarpi (8,85m).
Halldór Örn Kristjánsson (19-22) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi (9,37sek).
Það vekur athygli hve Skagfirðingar standa sig vel í grindahlaupum. Ætla hefði mátt að íþróttafólkið fyrir sunnan, sem getur æft alla daga á brautum Laugardalshallarinnar, hefði þarna forskot fram yfir okkar fólk.
Aðspurður um þetta sagði Gunnar Sigurðsson þjálfari:
“Ég hef aldrei látið erfiðar aðstæður stöðva okkur. Ef við getum bara hlaupið á 2 grindur, þá gerum við það bara þrisvar sinnum oftar en þau fyrir sunnan !”.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.