MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.06.2010
kl. 08.14
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fer fram á Kópavogsvelli helgina 12.-13. júní í umsjá Breiðabliks. Keppnin hefst kl. 11 á laugardagsmorgun, en kl. 10 á sunnudag og lýkur þá upp úr kl. 15.
Nálægt 300 þátttakendur eru í mótinu frá 20 félögum og samböndum, í mörgum greinum er keppendur um og yfir 40 talsins. Keppt er í 4 aldursflokkum, 11, 12, 13 og 14 ára.
Lið HSK/Selfoss er fjölmennast eða 41 keppandi, ÍR-ingar eru 39, Blikar og FH-ingar 32, Eyfirðingar 24, Akureyringar 20 og Skagfirðingar eru 16.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.