Metaðsókn í ferðamáladeild

nemendur fylgjast áhugasamir með

Á vef Hólaskóla segir að metaðsókn sé í nám við ferðamáladeild skólans en kennsla við deildina hefst þriðjudaginn 1. september n.k. og mun 51 nýnemi hefja nám við deildina við þrjár námsbrautir; diplóma í ferðamálafræði (90 ECTS), diplóma í viðburðastjórnun (60 ECTS) og BA nám í ferðamálafræði (180 ECTS).

Allar námsbrautirnar eru boðnar í fjarnámi með staðbundum lotum. Nemendur geta líka stundað staðbundið nám  og búið í háskólaþorpinu  Hólum í Hjaltadal.

Um síðustu áramót brugðust íslenskir háskólar við áskorun um að taka nemendur inn í nám um áramót vegna óvissunnar á vinnumarkaði. Fyrirspurnir á þessu ári sýna að þörfin fyrir að hefja nám um áramót er enn mikil, daglega berast fyrirspurnir frá fólki sem vill hefja nám. Nú er umsóknarfrestur fyrir haustönn liðinn en næsti umsóknafrestur í ferðamáladeild Háskólans á Hólum er 30. október fyrir þá sem vilja hefja nám í janúar 2010.

Þeim, sem eru að hugleiða háskólanám en hafa ekki lokið stúdentsprófi er eindregið ráðlagt að hafa samband við námsráðgjafa viðkomandi skóla og við símenntunarmiðstöðvar til að kanna hvernig þeir geta undirbúið sig. Fjölbreytt framboð er á námskeiðum til undirbúnings háskólanámi. Þeir, sem eru að fara af vinnumarkaði í nám ættu að kanna hvort þeir eiga rétt á stuðningi úr símenntunarsjóði síns stéttarfélags. Til dæmis vegna innritunargjalds, en í ríkisháskólum er það greitt árlega óháð fjölda námseininga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir