Menntamálaráðherra í Skagafirði

vg_maelifell (6)Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir er á ferð í Skagafirði en hún sat opinn fund Vinstri grænna ásamt Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni á Mælifelli í gær. Í dag heimsækir hún Fjölbrautaskóla NV.

Á fundinum í gær sagði Katrín að vissulega væru erfiðir tímar en hún lítur ekki á kreppuna sem endalaust ástand og telur að Íslendingar komist hratt í gegn um hana.

Nokkrir fundarmenn tóku til máls og var þingflokkur VG og menntamálaráðherra ýmist gagnrýndir eða lofaðir fyrir störf flokksins í ríkisstjórn. Einkum var stuðningur flokksins við aðildarumsókn að ESB gagnrýnd en það kom fram bæði hjá Katrínu og Ásmundi að ekki hefði orðið að stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna ef ekki hefði verið samþykkt aðildarumsókn þó svo það kostaði mikla peninga. Ásmundur sem er nýr formaður Heimsýnar sagði að unnið verði á móti aðildarumsókn á síðari stigum. Niðurskurður til ýmissa stofnana og sérverkefna s.s. menningastyrkja voru rædd og sögðu Katrín og Ásmundur að allt væri í skoðun. Taldi Katrín að ekki væri verið að ganga harðar að FNV en öðrum skólum en hún ætlar að fara yfir málið með stjórnendum FNV í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir