Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum
Síðastliðinn þriðjudag fór fram afhending styrkja úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni voru veittir styrkir til 27 verkefna eða eins og Bjarni Maronsson sagði í ávarpi til gesta: „Viðurkenning fyrir það sem þið eruð að vinna til þess að gera lífið skemmtilegra og litríkara."
Í stjórn Menningarsjóðs sitja fimm manns, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Bjarni Maronsson, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Bjarni Maronsson og Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, afhentu styrkina. Að lokinni afhendingu tóku nokkrir styrkþeganna til máls og þökkuðu fyrir þann stuðning og velvilja sem þeirra framtaki væri sýnt með stuðningi sjóðsins.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrki úr sjóðnum og er röðin tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna:
-
- Söguskjóðan slf.
- Golfklúbbur Sauðárkróks
- Byggjum upp Hofsós og nágrenni- Hofsós heim
- Undirbúningsnefnd afmælishátíðar sundlaugarinnar í Varmahlíð
- Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir
- Guðbrandsstofnun
- Fífilbrekka ehf.
- Sólheimar ses.
- Jón Þorsteinn Reynisson
- Félagsleikar Fljótamanna-Félags og samveruhátíð íbúa í Fljótum
- Tónadans
- Drangeyjarjarlinn ehf.
- Sögusetur íslenska hestsins
- Guðrún Ingólfsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson
- Minjagarður að Þorljótsstöðum í Vesturdal
- Kiwanisklúbburinn Drangey
- Kakalaskáli ehf.
- Áhugahópur um Húsgilsdrag og Helgu Sigurðardóttur
- Leikfélag Hofsóss
- Friðrik Snær Björnsson
- Árni Gunnarsson
- Snorrasjóður
- Samgöngumnjasafn Skagafjarðar
- Leikfélag Sauðárkróks
- Skíðadeild Tindastóls
- Skagafjarðarhraðlestin ehf.
- Elvar Jóhannsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.