Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki.

Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á menningarsviðinu, síðari úthlutun ársins 2009.

 

Menningarráð skilgreinir verkefni í eftirtalda flokka:

a)      Stærra samstarfsverkefni. Stærra samstarfsverkefni þarf að fela í sér samstarf aðila úr þeim þremur sýslum sem eru á starfssvæði ráðsins. Heimilt er að veita allt að 3 milljónum króna til slíks verkefnis en styrkur getur þó aldrei verið hærri en 70% af heildarkostnaði verkefnisins.

b)      Minni samstarfsverkefni, svæðisbundin verkefni og verkefni einyrkja. Heimilt er að veita allt að 1,5 milljónum króna til hvers verkefnis en styrkur getur þó aldrei verið hærri en 50% af heildarkostnaði verkefnisins.

 

Menningarráð hefur ákveðið að þau verkefni hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

·         Efling atvinnustarfsemi, þekkingar og fræðslu á sviði menningar og lista.

·         Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.

·         Nýsköpun og þróun menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu.

·         Aukin þátttaka ungs fólks og eldri borgara í menningarstarfi.

·         Verkefni sem hafa unnið sér sess og viðurkenningu og eru vaxandi

 

Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.

 

Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi í síma 452 2901 / 892 3080. Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á heimasíðu SSNV,  www.ssnv.is  undir liðnum Menningarráð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir