Menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg í kvöld

hofdaskoliSamkvæmt tillögu menntamálaráðherra hefur Dagur íslenskrar tungu verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, frá árinu 1996. Í Höfðaskóla er dagurinn einnig helgaður minningu Elínborgar Jónsdóttur fyrrverandi kennara við skólann.

 Af því tilefni mun Höfðaskóli standa fyrir menningar- og hátíðardagskrá fyrir bæjarbúa í félagsheimilinu Fellsborg föstudagskvöldið 13. nóvember og hefst hún kl. 18:00.

 Nemendur skólans munu syngja, leika, flytja ljóð, sögur o.fl.

Í ár tengist dagskráin heimabyggðinni.

 Um þessar mundir er Höfðaskóli 70 ára og því mun skólafélagið með aðstoð foreldra barna í skólanum bjóða upp á tertuhlaðborð að lokinni dagskrá. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna í Fellsborg í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir