Menningar- og fegrunarnefndin afhenti viðurkenningar sínar á Húnavöku
Húni segir frá því að Menningar- og fegrunarnefnd Blönduóssbæjar afhendi viðurkenningar til nokkurra íbúa og fyrirtækja á Blönduósi á kvöldvökunni í Fagrahvammi á Húnavöku um helgina. Það var fyrst gert í fyrra að afhenda verðlaunin og viðurkenningarnar á kvöldvökunni og er það skemmtileg viðbót við annars góða dagskrá Húnavöku.
Að þessu sinni voru afhend verðlaun fyrir eftirfarandi:
Miklar framkvæmdir til fegrunar: Þá viðurkenningu hlutu þau Valgerður Hilmarsdóttir og Þorgils Hallgrímsson fyrir Heiðarbraut 1.
Vel heppnaðar endurbætur á Aðalgötu 11 og fallega ásýnd sem húsið og umhverfi þess skapar: Þá viðurkenningu hlutu þau Sigurður Jóhannesson og Sigrún Lovísa Sigurðardóttir.
Fegursti garðurinn: Þá viðurkenningu hlutu þau Benedikt Blöndal og Svala Runólfsdóttir fyrir Melabraut 1.
Snyrtilegt umhverfi iðnaðarhúsnæðis: Þá viðurkenningu hlutu fyrirtækin við Efstubraut 2 sem eru Léttitækni, Lagnaverk, Vélsmiðja Alla, N1píparinn, Kjalfell og Ístex/Ámundakinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.