Mektarmenn á Mælifellshnjúk

Svavar Hjörleifsson og Ingvar Gýgjar nálgast toppinn

Fyrir stuttu fóru nokkrir frændur og vinir  úr Skagafirði á Mælifellshnjúk í blíðskaparveðri. Tveir 79 ára kappar úr hópnum létu hross létta sér gönguna.

 

Svavar og Ingvar á toppnum

Þeir Ingvar Gýgjar Jónsson fyrrverandi byggingafulltrúi og bóndi á Gýgjarhóli og Svavar Hjörleifsson frá Lyngholti eru komnir af léttasta skeiðinu samkvæmt almanakinu en þeir láta það ekki á sig fá. Ingvar sem er mikill útivistarmaður hóaði nokkrum vinum og ættingjum saman og dreif hópinn á toppinn.

 

Kaffisopinn drukkinn á áfángaastað. Hrjóbjartur Jónasson í forgrunni

Þetta var í fyrsta sinn sem Svavar kemur á topp Mælifellshnjúks sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur víða farið ríðandi um dali og fjöll Skagafjarðar. Í fyrra var farið á Kaldbak í Vesturfjöllum Skagafjarðar en eftir er að ákveða hvaða toppur verður heimsóttur að ári.

 

Myndirnar tók Ingvar Páll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir