Meistaramót GSS í höggleik

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í höggleik var háð dagana 1. – 4. júlí. Eins og innvígðir vita er mót þetta nokkur þrekraun. Leiknar eru 18 holur á dag í fjóra daga. Keppt er í höggleik sem kallað er, þannig að hver braut er leikin til enda, - en kúlan ekki tekin upp þótt illa gangi og x-að, eins og gert er þegar leikin er punktakeppni.

Veður var með ýmsu móti en oftast gott veður til golfiðkunar, lygnt og milt, utan föstudags þegar keppt var í hífandi roki og var það mál manna að þá hefi Skarðagolan farið fram úr sjálfir sér. Mátti þá margur leikmaðurinn lúta í gras fyrir Kára. Úr því var bætt með koppalogni og hita á laugardag, síðasta mótsdaginn.

Þátttaka var með miklum ágætum en 32 keppendur hófu leikinn í  7 flokkum og 28 luku keppni.
Klúbbmeistari GSS í meistaraflokki karla er Oddur Valsson sem lauk keppni á  329 höggum samanlagt, klúbbmeistari GSS í kvennaflokki er Árný Lilja Árnadóttir, sem lauk keppni á 344 höggum. Önnur úrslit má líta á heimasíðunni golf.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir