Meistarafélag byggingarmanna varar við undirboðum
feykir.is
Skagafjörður
03.07.2009
kl. 10.00
Byggðaráði Skagafjarðar hefur borist erindi frá Meistarafélagi byggingamanna á Norðurlandi varðandi stöðu byggingariðnaðarins. Í erindi sínu hvetur félagið til þess að vandað sé val á verktökum og varar við að taka verulegum undirboðum.
Í bréfi sínu hvetur félagið enn á ný til þess að sveitarstjórn hafi frumkvæði að því að tryggja að byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í sveitarfélaginu. Þá er bent á nauðsyn þess að forgangsraða verkefnum með tilliti til atvinnusköpunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.