Meistaradeild Norðurlands

Undirbúningur fyrir Meistaradeild Norðurlands KS-Deildina er nú kominn á fullt skrið.
Keppnin mun fara fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.
Allir þeir knapar sem unnu sér þátttökurétt sl.vetur hafa staðfest komu sína nema Eyrún Ýr Pálsdóttir sem verður á Suðurlandi í vetur við verknám.

 
Því eru sjö sæti laus sem keppt verður um. Vitað er um nokkra mjög sterka knapa sem hafa þjálfað markvisst með úrtökuna í huga.
 
Úrtakan verður haldin 28.janúar og verður keppt í 4g. og 5g.
Skráning fyrir sunnudaginn 25. janúar hjá Eyþóri í síma 8482725.
 
Keppnisdagar í vetur verða síðan eftirtaldir:
18. febrúar 4-gangur
 4. mars tölt
18. mars 5-gangur
 1.apríl  smali og skeið
 
 Meistaradeild Norðurlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir