Matgæðingur í viku 13 - Tælenskur chilikjúklingur og sænsk kladdkaka
Matgæðingur vikunnar í tbl 13 í ár var Kristrún Ósk Sigurðardóttir en hún fékk áskorun frá Völu Frímannsdóttur. Kristrún er þjónustufulltrúi í Vörumiðlun á Sauðárkróki og er gift Arnari Skúla Atlasyni þjónustufulltrúa hjá VÍS. Kristrún og Arnar eiga þrjú börn, tvíburana Arnar Smára og Atla Skúla og Erlu Lár.
AÐALRÉTTUR
Tælenskur chilikjúklingur
2 msk. smjör
8 úrbeinuð kjúklingalæri
35 g salthnetur, saxaðar
2 msk. saxað kóríander
Sósan:
60 ml sweet chilisósa (t.d frá Blue Dragon)
2 msk. soya sósa
4 hvítlauksrif , pressuð
1 msk. fiskisósa (t.d frá Blue Dragon )
1 msk. engifer rifið
safi úr 1 lime
1 tsk. chili mauk
Aðferð: Hrærið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman og takið til hliðar. Bræðið smjörið á pönnu og steikið kjúklinginn á báðum hliðum í 2-3 mín. Hellið þá chilisósunni saman við. Hellið öllu af pönnunni í eldfast mót og setjið inn í 165°C heitan ofn í 30 mín. Setjið á grill í lokin í 2-3 mín. Berið fram með söxuðu kóríander, salthnetum, hrísgrjónum og fersku salati.
Myndir teknar af hun.is og ljúfmeti.is
EFTIRRÉTTUR
Sænsk kladdkaka
100 g smjör
2 og 1/2 dl sykur
2 egg
1 dl hveiti
3 msk. kakó
1 tsk. vanillusykur
Aðferð: Bræða smjör í potti og kæla. Þeyta smjör og sykur saman. Bæta eggjum út í. Svo kakó, hveiti og vanillusykri. Baka í ofni á 175- 200°C í 15 mínútur (styttra og lægri hiti ef það er blástur).
Krem:
1 poki Dumle karamellur
1/2 plata suðusúkkulaði skvetta af rjóma
Aðferð: Brætt saman í potti og sett yfir kökuna þegar hún er orðin köld. Ég ber hana alltaf fram með vanilluís, jarðarberjum og Marssósu.
Verði ykkur að góðu!
Kristrún skoraði á Ívar Sigurðsson stórmeistara frá Páfastöðum að taka við matgæðingaþætti Feykis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.