Margt að skoða í Nesi listamiðstöð

Í júní dvelja fimmtán listamenn í Nesi listamiðstöð á Skagastönd. Ellefu þeirra verða með opið hús laugardaginn 27. júní. Þar verður hægt að skoða það sem listamennirnir hafa verið að vinna að og spjalla við þau og aðra um verkin. 

 

Listamennirnir sem sýna verk sín að þessu sinni eru:

 

 

Julia Hectman

Matthew Rich

Nadege Druzkowski

Bernadette Reiter

Adriane

Wacholz

Kreh Mellick

Ashley Lamb

Hanneriina Moisseinen

Beth Yarnelle

Edwards

Jung-a Yang

Katalin Meixner

 

Julia Hectman ætlar jafnframt að bjóða upp á „örnámskeið“ í ljósmyndun og kynna ljósmyndatækni sína frá kl. 13. Gestir eru hvattir til að taka myndavélarnar sínar með á kynninguna til að bera upp spurningar um þær, læra og prufa. Námskeiðið er styrkt af Menningarráði Norðulands vestra og er því endurgjaldslaust.

 

Á sama tíma er sýning ,,Finding water" opin í nýjum sýningarsal Ness í Gamla kaupfélaginu. Að henni stendur listahópurinn Distill en hann skipa eftirtaldir listamenn:

 

 

Ann Chucvara

Julie Poitras-Santos

Patricia Tinajero

Tsehai Johnson

Hrafnhildur Sigurðardóttir

 

Sýningin sem stendur til 5.júlí er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir