Margrét komin til starfa hjá Farskólanum
Margrét Björk Arnardóttir félagsráðgjafi og náms- og starfsráðgjafi kom til starfa hjá Farskólanum - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra nú 1. ágúst.
Margrét Björk Arnardóttir lærði félagsráðgjöf við Den Sociale Höjskole í Óðinsvéum í Danmörku. Hún er einnig menntaður náms- og starfsráðgjafi frá Háskóla Íslands og er nú í meistaranámi við sama skóla.
Margrét hefur meðal annars starfað hjá Félagsþjónustunni í Kópavogi, við Breiðholtsskóla og við Árskóla á Sauðárkróki.
Margrét mun hafa umsjón með háskólanáminu hjá Farskólanum og sinna náms- og starfsráðgjöf, bæði fyrir einstaklinga og á vinnustöðum.
Fyrir þá sem gaman hafa að ættfræði má geta þess að Margrét er fædd á Siglufirði en alin upp á Hofsósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.