Málverk Vinnuskólans
feykir.is
Skagafjörður
30.06.2009
kl. 14.59
Fjöllistahópur vinnuskóla Skagafjarðar fer í fyrirtæki þessa dagana og biður verkstjóra eða eigandur um að mála litla mynd á striga sem fjöllistahópurinn gengur með á milli staða.
Meðal annars eru N1 og Skagfirðingabúð búin að taka mjög vel i þetta og máluðu fulltrúar fyrirtækisins lógóið sitt. Fjöllistarhópurinn á eftir að fara í mörg fyrirtæki þessa vikuna en þetta er meðal annars eitt af verkefnum vikunnar hjá þeim á meðan 2 úr hópnum fara daglega á Feyki og fá starfsþjálfun.
Gísli Þráinn Kristjánsson og Anna Marti
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.