Málþing um Evrópumál
Vinstri græn boða til málþings næstkomandi laugardag undir heitinu Ísland og Evrópa á Háskólatorgi, HT 103, kl. 13 til 16. Sérstakur gestur málþingsins er Ågot Valle, þingmaður SV í Noregi og fyrrverandi varaformaður Nei til EU og mun í erindinu svara spurningunni Af hverju sögðu Norðmenn nei?
Aðrir fyrirlesarar verða Stefán Már Stefánsson, prófessor með erindið Stjórnarskrá og Evrópusambandið, Þórólfur Matthíasson, prófessor flytur erindið Gjaldmiðillinn, fjármálastarfsemin og lífskjörin og Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar fjallar um Hvað skiptir mestu máli fyrir Íslendinga?
Málþinginu stýrir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna en á eftir hverju erindi verður gefinn kostur á spurningum auk þess sem pallborðsumræðu verð í lok fundar.
Málþingið er opið öllu áhugafólki um Evrópumál
Nánari upplýsingar veita
Drífa Snædal 695 1757 og Katrín Jakobsdóttir 895 6052
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.