Magnaðir tónleikar annað kvöld

Bróðir Svartúlfs

Strákarnir í Bróðir Svartúlfs hafa í sumar verið duglegir að spila hingað og þangað um landið en á morgun ætla þeir að halda sig heima og af því tilefni slá þeir til tónlistarveislu í Bifröst föstudagskvöldið 7. ágúst.

Húsið opnar klukkan 20:30 en tónleikarnir sjálfir hefjast klukkan 21:00. Auk Bróður Svartúlfs koma fram hljómsveitirnar Múgsefjun og Agent Fresco.

Sannkallað kreppuverð verður á tónleikana aðeins 500 krónur og ætlar strákarnir að selja á staðnum ýmsan varning tengdum hljómsveitinni.

 Hægt er að finna allar hljómsveitirnar á myspace undir www.myspace.com/brodirsvartulfs, www.myspace.com/agentfresco og www.myspace.com/mugsefjun.
 
Tónleikarnir eru styrktir af Sparisjóði Skagafjarðar. Sannarlega gott framtak hjá strákunum og nú er um að gera að draga fram einn rauðiann og skella sér á tónleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir