Mælingar í Hlíðahverfi


Starfsmenn Rafstrengja ehf. við ídráttarbúnaðinn. Mynd: gvs

Þessa dagana eru mælingarmenn á  vegum Gagnaveitunnar á ferðinni í Hlíðahverfi á Sauðárkróki.  Verið er að staðsetja ljósleiðaralagnirnar með GPS tæki fyrir lagnagrunn sveitarfélagsins.


Í langflestum tilfellum þurfa þeir að fara um bakgarða hjá fólki og segir á heimasíðu Gagnaveitunnar að líkt  og siðuðum mönnum sæmi þá banki þeir uppá fyrst og láti vita af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir