Maddömur óska eftir hita og rafmagni

Maddömur í ham á Lummudögum sl. sumar.

Maddömur á Sauðárkróki hafa óskað eftir að Maddömukot, húsnæði sem sveitarfélagið útvegaði félaginu, verði tengt rafmagni og hitaveitu.

Byggðaráð fól sveitarstjóra að ræða við Maddömurnar um erindið og árétta að húsnæðið hafi verið  afhent félagsskapnum til afnota endurgjaldslaust og án skuldbindinga fyrir sveitarfélagið.
Maddömur hafa nú þegar sett nýtt þak á húsið og hyggjast þær halda þar jólamarkaði nú í lok nóvember og í upphafi aðventu. Félagsskapurinn er byggður upp af konum sem starfa í Árskóla og hefur notið velvildar fyrirtækja í bænum. Þær kynda húsið í dag með gasi og þurfa að reiða sig á Byggðasafn Skagafjarðar með aðgang að rafmagni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir