Lyf við minkapestinni ekki til á landinu

MinkurRúv.is hefur eftir Einari Einarssyni loðdýrabónda á Ytra Skörðugili í Skagafirði, að hann gagnrýni að ekki hafi verið til lyf við lungnapestinni sem upp kom á minkabúi hans í síðustu viku. Um 2600 dýr eru dauð úr pestinni, en á milli fjögur- og fimmhundruð dýr drepast á sólarhring.

Einar segst hafa fengið súlfalyf síðastliðinn fimmtudag sem gefin hafi verið með fóðri. Hann reiknaði með að fá bóluefni aftur í dag.

Einar segir það mjög sérkennilegt að ekki séu til bóluefni í landinu. Þessi pest hafi komið upp bæði árið 2007 og 2008 og þá hafi minkabóndi staðiði frammi fyrir sama vanda og nú sé uppi í Skörðugili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir