Lúsíur á ferð um bæinn

Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Árskóla að halda Lúsíudaginn hátíðlegan. Þá fara Lúsían og stöllur hennar ásamt stjörnudrengjum og jólasveinum um bæinn og syngja jólasöngva fyrir gesti og gangandi.

Sjöundu bekkingar eiga þann heiður hverju sinni að leika  Lúsíu og fylgdarlið. Blaðamaður rakst á þennan skrautlega hóp við Leikskólann Furukot.

Allir eru kvattir til að mæta í Íþróttahúsið kl. 17 í dag og hlíða á krakkana syngja Lúsíulög við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar.

Hægt er að fræðast nánar um Lúsíu HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir