Lúsíuhátíð í dag
Sú hefð hefur skapast í Árskóla að halda Lúsíudaginn hátíðlegan. Að þessu sinni ber hann upp á sunnudag og því flýta nemendur deginum um þrjá daga og halda Lúsíuhátíð í dag 10. desember.
Að þessu sinni verða Lúsíurnar tvær, önnur úr 6. og hin úr 7. bekk. Þær munu, ásamt þernum þeirra, stjörnudrengjum, piparkökustrákum og jólasveinum ferðast um bæinn og syngja jólasöngva fyrir gesti og gangandi.
Umsjónarkennarar bekkjanna, ásamt þeim Írisi Baldvinsdóttur og Rögnvaldi Valbergssyni, hafa veg og vanda af Lúsíudeginum. Um morguninn heimsækja börnin nemendur í Árskóla við Freyjugötu.
En eftir hádegi heimsækja þau Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, Byggðastofnun, Skagfirðingabúð kl. 16:00 og Íþróttahúsið á Sauðárkróki kl. 17:00.
Allir velkomnir í Íþróttahúsið á Sauðárkróki í dag, fimmtudaginn 10. desember kl. 17:00 -17:30.
/Árskóli.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.