Lummuuppskrift dagsins

Margar góðar og fjölbreyttar lummuuppskriftir streyma nú í lummukeppnina sem haldin verður á morgun á Lummudögum. En ef það er einhver sem ekki á lummuuppskrift kemur hér ein sem tekin er úr hinni bráðnauðsynlegu bók Unga fólkið og eldhússtörfin.

 

 

 

Lummur (klattar)

1,5 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 msk sykur
0.5 dl haframjöl eða 1,5 dl hafragrautur
1 egg
1,5 – 2 dl mjólk
25 g smjörlíki
1-2 msk rúsínur (má sleppa).

1. Smjölíkið er brætt á pönnunni við lítinn hita. Látið kólna örlítið.
2. Hveiti og lyftiduft er sigtað saman í skál. Haframjöli og sykri bætt í.
3. Helmingurinn af mjólkinni er hrært út í. Hrært vel í kekkjalausan jafning.
4. Eggið er látið í, síðan það sem eftir er af mjólkinni.
5. Bráðið smjörlíkið er látið saman við, ásamt rúsínum ef notaðar eru.
6. Pannan hituð á miðstraum.
7. Deigið er látið á pönnuna með matskeið, 3-4 lummur í senn. Snúið með spaða. Bakaðar ljósbrúnar á báðum hliðum.
8. Lummunum er raðað á disk eða fat og örlitlum sykri stráð yfir. Lummur eru bestar nýbakaðar með sykri, aldinmauki eða sírópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir