Lokagreiðsla færð aftur um eitt ár
Kaupfélag Skagfirðinga og sveitarfélagið Skagafjörður hafa gert með sér samkomulag þess efnis að lokagreiðslur allra aðstandenda sáttmálans færast til þannig að þær komi til greiðslu í ársbyrjun 2011 í stað 2010.
Páll Dagbjartsson hefur verið mjög ósáttur við að ekki skuli koma greiðsla úr sveitasjóði til sáttmálans árið 2010 líkt og upprunalegur samningur kvað á um. Páll óskaði bókað að hann teldi að sveitarfélagið hefði átt að standa við skuldbindingar sínar eins og upphaflegi samningurinn gerði ráð fyrir. En úr því sem komið er sé hann sáttur við þessa niðurstöðu.
Í bókun aðila sáttmálans kom fram að aðilar séu sammála um að afar vel hafi tekist til með starfsemi sjóðsins frá upphafi og lýsa yfir ánægju með samstarfið og gang mála. Frestun lokagreiðslu og þar með lenging samningstíma komi ekki að sök því þó mjög vel gangi að útdeila fjármagni úr sjóðnum til hinna ýmsu þróunarverkefna og annarra viðfangsefna, þá sé nægt fjármagn til staðar í honum til þeirra verkefna sem í gangi eru og verkefna sem veitt yrði til á þessu ári. Breytt tímasetning lokagreiðslu tefji því ekki fyrir framgangi þeirra verkefna sem sáttmálasjóðurinn veiti fé til.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.