Lokað hjá Höllu frá 6. júlí til 9. ágúst
Þau leiðu mistök urðu að ein auglýsing komst ekki til skila í síðasta Sjónhorni sem kom út í dag. Hárgreiðsustofa Höllu auglýsir að stofan verður lokuð frá 6. júlí til 9. ágúst. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Fleiri fréttir
-
Skagfirðingabók 44 komin út
Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga, er komið út enn einu sinni. Nú er það 44. bindið sem berst félögum Sögufélagsins en bókin hefur komið út frá árinu 1966 og flutt lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Á kápu segir að nú hafi verið birtar um það bil 460 greinar eftir rúmlega 200 höfunda á meira en 8.600 blaðsíðum í bókunum 44. Að venju er bókin fjölbreytt að efni en Feykir spurði Hjalta Pálsson út í nýjustu bókina.Meira -
Viggó Jónsson hlaut Starfsbikar UMFT
Aðalfundur Aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls fór fram mánudaginn 31. mars í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þar fór fram hefðbundin dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var veitt sérstök viðurkenning og Starfsbikarinn fyrir óeigingjarnt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Féll sá heiður í hlut Viggós Jónssonar.Meira -
Kiwanismenn í nýju húsnæði
Nýtt húsnæði undir starfsemi Kiwanisklúbbsins Drangey í Skagafirði var tekið í notkun á dögunum en þeir félagar festu kaup á neðri hæð að Aðalgötu 14, þar sem Blómabúðin var. Félagið hefur verið húsnæðislaust í talsverðan tíma og er því stórum áfanga náð með þessum kaupum. Félagarnir í klúbbnum eru núna 22 og hafa þeir unnið hörðum höndum sl. vikur við að standsetja og gera fínt innandyra ásamt því að merkja húsið að utan. Allt þetta náðist fyrir 800 fundinn sem haldinn var þann 26. mars sl. en félagið var stofnað árið 1978.Meira -
Ríkisstjórnin samþykkir stuðning til bænda vegna kuldatíðar síðasta sumar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 08.04.2025 kl. 09.12 oli@feykir.isRíkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu sumarið 2024. Í frétt á Húnahorninu segir að síðasta sumar hafi verið óvenju kalt eða það kaldasta á landsvísu síðan árið 1998 samkvæmt Veðurstofunni.Meira -
Stólastúlkur mæta Keflavík í Keflavík í kvöld
Það er hamagangur í öskjunni í körfuboltanum þessar vikurnar. Kvennalið Tindastóls mætir liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa verið ógnarsterkir í fyrstu tveimur leikjum liðanna og ljóst að Stólastúlkur þurfa að eiga toppleik í 40 mínútur ætli þær sér sigur í kvöld.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.