Lögregluumbætti úr 15 - 6

Lögreglan á Blönduósi við hefðbundin störf Mynd: Lögreglan.is

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í gær greinargerð starfshóps ráðuneytisins um sameiningu lögregluembætta í landinu og skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglunnar.

Helstu tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:

Lögregluembættum verði fækkað úr 15 í 6 og yfirstjórn þeirra skilin frá sýslumannsembættum. Farið verði yfir verkefni ríkislögreglustjóra með það fyrir augum að embættið verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun með því að færa verkefni til stækkaðra lögregluembætta. Einnig verði skoðað hvort hagkvæmt kunni að vera að fela einstökum embættum önnur verkefni lögreglunnar á landsvísu. Í nýju lögregluembættunum verði gert ráð fyrir færri yfirmönnum. Miðað er við að sams konar breytingar á yfirstjórn verði gerðar, eftir því sem við á, á embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans Suðurnesjum auk ríkislögreglustjóra. Grunnþjónusta lögreglunnar

Ráðherra fól embætti ríkislögreglustjóra í lok júlí að vinna að skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglunnar sem unnt væri að nota sem grundvöll við ákvörðun á inntaki lögreglustarfsins, áætlun um mannaflaþörf í umdæmum o.fl. Sú skýrsla liggur nú fyrir og í henni er fjallað um viðfangsefni lögreglunnar, þau skilgreind og lagt mat á vægi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir