Lögreglan á Blönduósi finnur amfetamín
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.08.2009
kl. 11.03
Karl og kona á þrítugsaldri voru stöðvuð af lögreglunni á Blönduósi við venjulegt eftirlit í gærkvöldi og fundust 50 grömm af hreinu amfetamíni í þeirra fórum.
Grunur kviknaði hjá lögreglu að ekki væri allt eins og ætti að vera hjá fólkinu og var kallaður til fíkniefnahundur sem fann áðurnefnd efni. Fólkið sem var á leið út á land hugðist koma efnunum í sölu aðallega á Eyjafjarðarsvæðinu.
Fólkinu var sleppt eftir yfirheirslur og málið telst upplýst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.